Starfsemin
Það er stefna Styrkás að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta innviða- og atvinnuvegafjárfestingu á Íslandi. Markmið Styrkáss er að byggja ofan á sterkar stoðir á fimm kjarnasviðum; orku og efnavöru, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, umhverfisþjónustu og iðnaði. Bæði með innri vexti á núverandi kjarnasviðum og með uppbyggingu nýrra kjarnasviða. Þrjú kjarnasvið eru í dag starfrækt innan samstæðu Styrkás og öll eru þau leiðandi á sínu sviði:




Orka og efnavara
Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni. Skeljungur er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Barki, EAK, Fjölveri og Ecomar. Hjá Skeljungi starfa um 60 manns um land allt. Forstjóri Skeljungs er Þórður Guðjónsson.

Ökutæki og vélar
Skeljungur aðstoðar við að útvega búnað og tæki sem nauðsynleg eru við afgreiðslu og notkun á eldsneyti og smurefnum.
Flugþjónusta
Skeljungur selur þotueldsneyti (Jet A-1) og flugbensín (Avgas 100LL) og er með þjónustu á flestum stærri flugvöllum landsins samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum.
Landbúnaður
Skeljungur kappkostar að þjónusta íslenskan landbúnað um land allt og hefur til sölu eldsneyti, smurolíur, áburð, rúlluplast og tilheyrandi garn og net.
Skipaþjónusta
Skipaþjónusta Skeljungs er fyrir þau sem starfa að sjávarútvegi - jafnt útgerð sem vinnslu. Við afgreiðum eldsneyti til skipa frá lögn eða með bíl sem og smurolíuafgreiðslu.




Tæki og búnaður
Klettur er umboðsaðili á Íslandi fyrir leiðandi vörumerki í tækjum og búnaði, svo sem Caterpillar vinnuvélar, Scania atvinnubifreiðar og Ingersoll Rand loftpressur ásamt því að reka framúrskarandi viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir vinnuvélar og atvinnubifreiðar. Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu á hjólbörðum en meðal birgja eru Goodyear, Hankook og Nexen. Hjá Kletti starfa um 150 starfsmenn. Forstjóri félagsins er Kristján Már Atlason.

Scania
Scania vörubílar eru þekktir fyrir einstök þægindi, framúrskarandi aksturseiginleika og ekki síst lága eldsneytisnotkun. Scania er einnig leiðandi þegar kemur að þróun á nýorkulausnum með breiðasta val á vélum fyrir mismunandi orkugjafa.
Þjónustusvið
Þjónustusvið Kletts rekur vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu. Alhliða þjónusta og smurþjónusta fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur og vinnuvélar.
Caterpillar
Caterpillar er þekkt fyrir gæði og áreiðanleika þar sem áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu og stafrænar lausnir. Klettur er umboðsaðili Caterpillar á Íslandi og býður upp á fjölbreytt vöruúrval af vinnuvélum, lyfturum, rafstöðvum og skipavélum.
Dekkjasvið
Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu á hjólbörðum en meðal birgja eru Goodyear, Hankook og Nexen. Klettur rekur sex þjónustuverkstæði undir merkjum Kletts.




Eignaumsýsla og leigustarfsemi
Hlutverk Stólpa sem kjarnasviðs innan samstæðu Styrkás er að bjóða fyrirtækjum upp á fjölbreytta þjónustu á sviði eignaumsýslu og leigustarfsemi. Stólpi býður upp á fjölbreytta þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga. Félagið starfar á fyrirtækjamarkaði og selur og leigir gáma og húseiningalausnir auk þess að bjóða sérsniðnar lausnir og sinna viðhalds- og viðgerðarþjónustu. Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex og Algego á Íslandi sem eru helstu framleiðendur húseininga í heiminum og hafa áratugareynslu. Styrkur Stólpa er langt og gott samstarf við atvinnulífið. Hjá Stólpa starfa um 50 starfsmenn. Forstjóri Stólpa er Börkur Grímsson.

Sala og leiga gáma og húseininga
Leiðandi í leigu og sölu húseininga. Fyrirtækið er með yfirburðastöðu varðandi viðskipti með þurr- og frystigáma.
Trésmíðaverkstæði
Alhliða trésmíðaverkstæði með áratugasérhæfingu í viðgerðarþjónustu á fasteignum fyrir tryggingafélög.
Tjónaþjónusta
Neyðarþjónusta allan sólarhringinn með séræfingu í þurrkun fasteigna eftir vatnstjón og neyðarlokanir, t.d. eftir innbrot.
Gáma og vagnaviðgerðir
Leiðandi í viðgerðum og endurbótum á stálgámum. Síðar bættust við viðgerðir á vögnum auk breytinga og sérsmíða.
Alkul – kælikerfaþjónusta
Sérhæfir sig í viðgerðum og almennri þjónustu á kæli- og frystikerfum hvort heldur sem um er að ræða kerfi í gámum, vögnum eða hjá fyrirtækjum.


