08/19/2024
Afkoma Styrkás umfram áætlun
Rekstur Styrkáss gengur vel og var EBITDA samstæðunnar á fyrri árshelmingi 1.275 m.kr (án IFRS) sem er 10% yfir áætlun tímabilsins. Horfur fyrir síðari árshelming eru góðar og útlit fyrir að afkoma félagsins verði umfram áætlun ársins.
Rekstrarfélagið hefur nú tekið á sig mynd og er markmiðið að ná fram frekari samlegð innan samstæðunnar og nýta sameiginlegan slagkraft þeirra eininga sem eru innan Styrkás samstæðunnar til sóknar á fyrirtækjamarkaði. Framundan er einnig áframhaldandi uppbygging á kjarnastoðum samstæðunnar með innri og ytri vexti. Loks er unnið að því að kynna félagið betur fyrir viðskiptavinum og markaðsaðilum en Styrkás stefnir á skráningu í Kauphöll ekki síðar en 2027.