12/18/2024
Jólin nálgast
Jólin nálgast og viljum við nýta tækifærið til að þakka samstarfsaðilum okkar fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða ✨.
Á árinu höfum við tekið mikilvæg og góð skref í þróun samstæðu Styrkáss. Helstu fréttir ársins er að finna á vef okkar styrkas.is en helst má nefna:
🔹 Kaup á Stólpa Gámum.
Við bættum við okkur nýju félagi á kjarnasviði eignaumsýslu- og leigustarfsemi með kaupum á Klettaskjóli og dótturfélögum (Stólpa Gámum).
🔹 Nýir stjórnendur
Við bættum við okkur nýjum stjórnendum með víðtæka reynslu frá félögum Styrkáss til að efla slagkraft samstæðunnar.
🔹 Frammúrskarandi félög
Félög okkar, Skeljungur, Klettur og Stólpi Gámar, hafa öll hlotið viðurkenninguna "Framúrskarandi fyrirtæki 2024" í samantekt CreditInfo.
🔹 Kaup á Krafti
Við undirrituðum kaupsamning um kaup á Krafti, söluaðila MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kaupin eru háð tilteknum fyrirvörum.
🔹 Kaup á Hringrás
Við undirrituðum samkomulag um kaup á Hringrás, leiðandi fyrirtæki í vinnslu brotajárns og leggjum grunn að nýju kjarnasviði hjá samstæðunni á sviði umhverfisþjónustu. Kaupin eru háð tilteknum fyrirvörum.
Við erum þakklát fyrir traustið og samvinnuna og hlökkum til að halda áfram að vinna með ykkur á komandi ári. Við vonum að jólin verði ykkur dýrmætur tími til að hvíla og njóta, og að nýja árið 2025 verði fullt af nýjum tækifærum og spennandi verkefnum.
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!