01/17/2025

Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður

image

Í júlí 2024 tilkynnti Styrkás um fyrirhuguð kaup á 100% hlutafjár í Krafti ehf., sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Velta Krafts árið 2023 nam 2 milljörðum króna og hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 180 milljónum króna. Kaupsamningurinn var meðal annars gerður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Samkeppnisyfirvöld hafa ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar sem aðilar og ráðgjafar þeirra telja að leggja eigi til grundvallar við rannsókn á samruna félagsins. Þær markaðsskilgreiningar byggðu á markaðsskilgreiningum sem eiga stoð í framkvæmd hjá Framkvæmdastjórn ESB og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum.

Styrkás og eigandi Krafts ehf. hafa því komist að samkomulagi um að fella niður kaupsamning um kaup á 100% hlutafjár í Krafti ehf. Samrunatilkynning til Samkeppniseftirlitsins hefur verið afturkölluð.

logo

Fleiri fréttir